*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Fólk 21. janúar 2011 17:22

Jóhannes Þór nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs

Jóhannes Þór Skúlason tekur við starfi aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Jóhannes Þór  Skúlason mun taka við sem aðstoðamaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hjá Alþingi í næsta mánuði.  Jóhannes Þór útskrifaðist sem sagnfræðingur árið 1999 og hefur starfað sem grunnskólakennari. Jóhannes starfaði síðastliðin tvö ár með InDefence hópnum, þverpólitískum hóp sem stofnað var til í kjölfar beitingar Breta á hryðjuverkalögum gegn Íslendingum í október 2008.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Jóhannes Þór tekur við af Sunnu Gunnars Marteinsdóttir, almannatengli, sem gegnir stöðunni tímabundið. Aðstoðarmaður Sigmundar var áður Benedikt Sigurðsson sem lét af störfum í desember 2010 til þess að taka við starfi sviðsstjóra samskiptasviðs Actavis  á Íslandi.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is