Jóhannes Þór  Skúlason mun taka við sem aðstoðamaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hjá Alþingi í næsta mánuði.  Jóhannes Þór útskrifaðist sem sagnfræðingur árið 1999 og hefur starfað sem grunnskólakennari. Jóhannes starfaði síðastliðin tvö ár með InDefence hópnum, þverpólitískum hóp sem stofnað var til í kjölfar beitingar Breta á hryðjuverkalögum gegn Íslendingum í október 2008.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Jóhannes Þór tekur við af Sunnu Gunnars Marteinsdóttir, almannatengli, sem gegnir stöðunni tímabundið. Aðstoðarmaður Sigmundar var áður Benedikt Sigurðsson sem lét af störfum í desember 2010 til þess að taka við starfi sviðsstjóra samskiptasviðs Actavis  á Íslandi.“