Flugfélag Vestmannaeyja heldur uppi loftbrú milli fasta landsins og Vestmannaeyja vegna Þjóðhátíðar í Eyjum. Einungis er flogið frá Bakkaflugvelli og kostar fargjaldið báðar leiðir 12.900 krónur. Valgeir Arnórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Vestmannaeyja, segir að síminn stoppi ekki og erfitt sé að ná inn.   „Það er allt vitlaust að gera. Við erum með þrjár vélar í gangi núna en bætum fleiri við ef þörf er á. "

Samanstendur flugvélafloti félagsins af fimm farþega og tveggja hreyfla vél af gerðinni Partenavia P68, átt til níu farþega og tveggja hreyfla Piper Chieftain vél og átta til níu farþega Britten Norman Islander vél.   „Þegar eru 1.400 manns búnir að bóka flug til Eyja og annað eins til baka eða samtals 2.800 sæti. Í fyrra var rólegra, en þá endaði þetta í 3.200 sætum. Ég á því von á að þetta verði eitthvað svipað í ár, allavega ekki minna. Þetta er sannkölluð vertíð.   Þ

að er annars búið að vera mikið að gera í sumar og mikil aukning í útsýnisflugi með útlendinga," segir Valgeir Arnórsson.   Þess má geta að Flugfélag Vestmannaeyja er líka með þjónustusamning við ríkið varðandi sjúkraflug í Vestmanneyjum. Hjá félaginu starfa nú 6 flugmenn og í heild eru starfsmenn félagsins um 12 talsins.