Listi norska tímaritsins Kapital tekur af öll tvímæli um hver er ríkastur Norðmanna. Þar knæfir skipakóngurinn uppúr með eignir upp á 446 milljarða íslenskra króna. Í öðru sæti er Olav Thon sem á 187 milljarða króna. Sten Erik Hagens er í þriðja sæti með 157 milljarða. Að öllum líkindum eru þessir þrír auðugari en Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er auðugastur Íslendinga, en hann ætti líklega möguleika á að ná fjórða sæti norska listans.

Efstu 10. samkvæmt lista Kapital eru:
(innan sviga er hækkun frá fyrra ári)

1. John Fredriksen 446 milljarðar (106 milljarðar)
2. Olav Thon 187 milljarðar (42 milljarðar)
3. Stein Erik Hagen 157 milljarðar (26 milljarðar)
4. Arne Wilhelmsen 122 milljarðar (9 milljarðar)
5. Johan Johansson 121 milljarðar (17 milljarðar)
6. Odd Reitan 120 milljarðar (25 milljarðar)
7. Johan Andresen jr. 94 milljarðar (4 milljarðar)
8. Kjell Inge Røkke 82 milljarðar (66 milljarðar)
9. Gjert Wilhelmsen 81 milljarður (3 milljarðar)
10. Jacob Stolt-Nielsen 70 milljarðar (35 milljarðar)