Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt öldunardeildarþingmanninn John Kerry sem næsta utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Kerry mun þá taka við af Hillary Clinton sem hefur gefið til kynna að hún vilji láta af störfum við upphaf nýs kjörtímabils Obama.

Á vef breska ríksútvarpsins er haft eftir Obama að allt lífshlaup Kerry hafi búið hann undir þetta starf. Obama hefur jafnframt lofað Kerry fyrir þá virðingu og það traust sem hann hafi áunnið sér meðal stjórnmálaleiðtoga heimsins.