*

föstudagur, 18. október 2019
Fólk 5. september 2018 15:10

John Madden hættir í stjórn Arion

John Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, hefur í dag sagt sig úr stjórn Arion banka.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Arion banka við Borgartún 18
Haraldur Guðjónsson

John Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, hefur í dag sagt sig úr stjórn Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni. 

Síðar í dag fer fram aukahluthafafundur bankans og er kjör nýs stjórnarmanns á dagskra þar sem Benedikt Gíslason, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Kaupþingi, er einn í framboði.

Benedikt Gíslason hefur starfað fyrir Kaupþing undanfarin misseri.