Tilkynnt var í kvöld að John Thain hefði verið ráðinn forstjóri Merrill Lynch bankans. Thain er stjórnarformaður og forstjóri Kauphallarinnar í New York og fyrrverandi meðforstjóri Goldman Sachs. Frá þessu greinir Herald Tribune.

Thain hefur verið nefndur undanfarna daga sem forstjóri bæði Citigroup og Merrill Lynch en báðir þessir bankar hafa tapað miklu fé undanfarnar vikur. Hann mun taka við starfinu af E. Stanley O'Neal sem nýlega hætti störfum eftir að bankinn hafði afskrifað um 8,4 milljónir bandaríkjadala.