Margir leikarar eru það stór nöfn að þeir fá himinhá laun fyrir að leika í kvikmyndum þó svo að margar þeirra reynist síðan vera svokölluð „flopp“.

Forbes tímaritið tók saman lista yfir 10 oflaunuðustu leikarana í Hollywood en þar er Johnny Depp fremstur meðal jafningja. Meðal annarra leikara á listanum má nefna Will Smith og Brad Pitt.

Depp er þekktur fyrir leik sinn í ýmsum stórmyndum á borð við „Pirates of the Caribbean“ myndirnar, en hann hefur hins vegar einnig leikið í myndum á borð við Lone Ranger, Mortdecai og Transcendence sem hafa mislukkast gríðarlega.

Forbes tók saman listann með því að taka saman hagnað síðustu þriggja stórmynda leikaranna (miðasölutekjur mínus kostnaður) og deildi svo þeirri tölu með launum leikaranna fyrir myndirnar. Þá fékkst út tala sem sagði hve miklu hver dollari sem leikararnir fengu skilaði af sér. Kom í ljós að Depp er lang oflaunaðastur þeirra allra.

Hér að neðan er listi yfir 10 oflaunuðustu leikarana samkvæmt úttekt Forbes.

1. Johnny Depp (skilar $1,2 fyrir hvern $1 greiddan)
2. Denzel Washington (skilar $6,5 fyrir hvern $1 greiddan)
3. Will Ferrell (skilar $6,8 fyrir hvern $1 greiddan)
4. Liam Neeson (skilar $7,2 fyrir hvern $1 greiddan)
5. Will Smith (skilar $8,6 fyrir hvern $1 greiddan)
6. Christian Bale (skilar $9,2 fyrir hvern $1 greiddan)
7. Channing Tatum (skilar $10,2 fyrir hvern $1 greiddan)
8. Brad Pitt (skilar $12 fyrir hvern $1 greiddan)
9. Ben Affleck (skilar $12,3 fyrir hvern $1 greiddan)
10. Tom Cruise (skilar $13,6 fyrir hvern $1 greiddan)