Efnahagsvandi heimsins í dag er tilkomin vegna fjármálavæðingar (e. financialization). Gengið hefur verið of langt í að leyfa fjármálastofnunum að verða stórar og hættulegar. Þetta sagði Simon Johnson, prófessor við MIT háskóla í Bandaríkjunum og dálkahöfundum, á ráðstefnu AGS, stjórnvalda og Seðlabankans í Hörpu í dag. Hann sagði fjármálavæðinguna  lykilatriði í þeim atburðum sem orðið hafa.

SImon hrósaði Íslendingum fyrir góðan árangur, og kallaði það kraftaverk að Ísland sé á þeim stað sem það er í dag, miðað við stöðuna á árinu 2008.

Johnson spurði hvort heimurinn standi frammi fyrir mikilli kreppu, líkt og fyrir 80 árum síðan. Þá töldu greindustu og valdamestu einstaklingar heims, eins og Johnson orðaði það, að bati væri hafinn eftir hlutabréfahrunið árið 1929, tveimur árum áður. Þá voru aðilar grunlausir um að kreppan myndi aðeins dýpka. „Erum við að horfa á aðra mikla kreppu, og ef ekki, hvers vegna ekki?“ spurði Johnson.

Brjálaðir menn

Að mati Johnson urðu bæði Evrópubúar og Bandaríkjamenn brjálaðir (e. mad). „Fjármálakerfið er ekki vinur þinn, og það er að fara afar illa,“ sagði hann um stöðu dagsins í dag. Um nýlegar fréttir af stöðu mála meðal Evrópuríkja sagði hann að Grikkland væri ekki rót vandans. Nær væri að líta til Ítalíu, og hjó sérstaklega að Berlusconi forsætisráðherra landsins.

Johnson hrósaði fyrri ræðumönnum dagsins. Sérstaklega hrósaði hann Gylfa Arnbjörnssyni. Hann sagði að aldrei áður hafi hann heyrt verkalýðsleiðtoga tala af svo mikilli dýpt um gjaldeyrismál.