Það er lítið hægt að gera til að draga úr völdum fjármálastofnana í heiminum. Simon Johnson, prófessor við MIT háskóla, sagði á ráðstefnu AGS og stjórnvalda í dag að  hann glími við spurninguna í hverri viku, um hvort hægt sé að draga úr völdum þeirra. Johnson fékk spurninguna úr sal og svaraði henni strax neitandi.

Aðspurður um hvers vegna hann telji að litlar eða engar breytingar hafi verið gerðar á fjármálakerfinu í kjölfar bankakrísunnar 2008, sagði Simon að pólitískur styrkur banka sé gríðarlegur. Þeir hafi mikil áhrif um hvaða breytingar falli í náðina og hverjar ekki.hafi mikil áhrif um hvaða breytingar falli í náðina og hverjar ekki. Hann sagði þó nokkra vakningu hafa orðið á að breytinga sé þörf, sér í lagi meðal þeirra sem starfa innan seðlabanka heimsins.