Jöklabréf að andvirði tæplega 30 milljarðar króna eru á gjalddaga í mars og apríl samkvæmt því sem kemur fram í markaðsupplýsingum Seðlabanka Íslands.

Samkvæmt yfirliti bankans bíða en jöklabréf að andvirði 142,7 milljarða króna í kerfinu.

Þýski fjárfestingabankinn KFW er þar stórtækastur með 42 milljarða króna eða 29%. Evrópski fjárfestingabankinn er með 27 milljarða króna og Alþjóðabankinn R&D 15,6 milljarða.