Jöklabréf að nafnvirði þriggja milljarða króna falla á gjalddaga á fimmtudag að viðbættum vöxtum, að sögn greiningardeildar Glitnis.

Jöklabréfaútgáfa það sem af er júlí nemur 3 milljörðum króna og munu því heildarútistandandi jökla nema um 336 milljörðum króna  í lok mánaðarins að því gefnu að frekari ný útgáfa líti ekki ljós í mánuðinum.

Jöklabréfastaðan hefur ekki verið minni frá því í febrúar 2007 og telur hún nú ríflega fjórðung af áætlaðri landsframleiðslu ársins, að sögn greiningardeildarinnar.

Stórir gjalddagar eru handan við hornið, en alls munu jöklabréf að nafnvirði 106,5 milljörðum króna falla á gjalddaga auk áfallinna vaxta á síðustu fimm mánuðum ársins. Á fyrsta fjórðungi næsta árs falla síðan tæplega 129 milljarða króna á gjalddaga auk áfallinna vaxta, segir hún.