Samkvæmt markaðsyfirliti Seðlabankans bíða nú jöklabréf fyrir 112,8 milljarða króna innlausnar. Þar af eru bréf fyrir tæpa 28  milljarða króna á innlausn nú í maí og júní. Þýski fjárfestingarbankinn KFW á þar mest eða 29 milljarða króna. Evrópski fjárfestingarbankinn er næstur með 27 milljarða króna en hann á stærstu innlausnina í júni eða 10 milljarða króna.

Í febrúar síðastliðnum biðu jöklabréf fyrir 190 milljarða króna innlausnar. Þar af eru bréf fyrir tæpa 110 milljarða króna á innlausn í febrúar og mars.

Þess má geta að í ágúst síðastliðnum var talið að útistandandi jöklabréf væru að andvirði 340 milljarða króna.