Í vikunni sem leið voru gefin út jöklabréf að verðmæti 17 milljarða króna.

Þá gaf Eurofima, svissneskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjármögnun lesta, út jöklabréf að verðmæti 5 ma.kr. í gær. Bréf Eurofima ber 11% vexti og er á gjalddaga í maí 2010. Þetta kemur fram í vegvísi Landsbankans.

Eurofirma hefur áður gefið út bréf en það er á gjalddaga í nóvember í ár og hefur fyrirtækið tvisvar stækkað það í alls 11 milljarða króna. TD Securities hefur stærsta hlutdeild í umsjón jöklabréfa og sá meðal annars um útgáfu 45 ma.kr. bréfs Rabobank sem er á gjalddaga 28. janúar.

Fram kemur í vegvísi LÍ að í janúar hafa verið gefin út bréf að verðmæti 61 milljarða króna en á gjalddaga í mánuðinum eru alls 68,5 milljarðar króna.