Í dag gaf Deutsche Bank út skuldabréf fyrir 2,5 milljarða í íslenskum krónum, segir greiningardeild Landsbankans. Slík skuldabréf er jöfnum höndum kölluð krónubréf eða jöklabréf.

?Um er að ræða útgáfu í nýjan skuldabréfaflokk með gjalddaga 7. september 2007. Fyrir er Deutsche Bank með tvo flokka jöklabréfa. Sá stærri er 10,5 milljarðar króna og á gjalddaga 29. september næstkomandi. Hinn er 3,5 milljarðar króna og á gjalddaga 2. mars á næsta ári," segir greiningardeildin.

Hún segir útgáfa Jöklabréfa er nú komna yfir 262 milljarða króna eða sem nemur 26% af landsframleiðslu.

?Mest var útgáfan á tímabilinu frá september 2005 til febrúar 2006, eða fyrir um 220 milljarða króna. Útgáfan lá að mestu niðri á meðan mestu sveiflurnar voru á gengi íslensku krónunnar, en virðist nú vera að taka við sér á ný. Á síðustu sex vikum nemur útgáfan ríflega 25 milljörðum," segir greiningardeildin.