*

þriðjudagur, 28. september 2021
Innlent 28. október 2008 07:30

Jöklabréfin hituðu upp hagkerfið

Úttekt Viðskiptablaðsins um áhrif jöklabréfaútgáfu á íslenska hagkerfið

Sigurður Már Jónsson

Jöklabréfaútgáfa (e. glacier bonds) sú sem yfir íslenskt hagkerfi hefur dunið síðan í ágúst 2005 hefur vakið furðu margra og enn eru menn ekki á einu máli um hvaða áhrif útgáfan hefur haft á hagkerfið. Eitt er þó víst; hún hefur ekki aukið stöðugleika krónunnar né hagkerfisins þó vissulega hafi bréfin styrkt krónuna framan af.

Jöklabréf eru skuldabréf sem erlendir aðilar gefa út í íslenskum krónum til að nýta sér þá háu vexti sem hér bjóðast. Þessi útgáfa hefur verið nokkuð jöfn og stöðug undanfarin ár þótt líklega hafi slokknað á henni í september síðastliðnum, hugsanlega endanlega.

Engin leið er að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif það muni hafa á þróun gengis krónunnar næstu mánuði að enn bíða umtalsverðar upphæðir inni í kerfinu sem að öllu jöfnu ættu að leiða til veikingar krónunnar þegar þær fara út.

Meðal hagfræðinga ríkja nú miklar efasemdir um ferlið allt þótt það hljóti að vekja eftirtekt hve lítil gagnýnin var framan af, eða allt þar til á síðasta ári þegar ljóst var að útgáfan gat ekki stutt við krónuna til lengdar.

,,Jöklabréfin voru auðvitað afurð peningamálastefnunnar og opnunar hagkerfisins. Brennuvargarnir fengu þannig bæði olíu og eldspýtur í hendurnar frá Seðlabankanum,“ sagði hagfræðingur í samtali við Viðskiptablaðið.

Orð sem túlka efasemdir margra um þetta fyrirkomulag sem hefur styrkt krónuna öðru fremur undanfarin ár og þar með ýtt undir neyslu og fjárfestingu.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í úttekt í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér.