„Það var samþykkt að við fengjum að bjóða upp á Jóla-Leffe á næsta ári en svo er þetta alltaf spurningar um pakkningar,“ segir Halldór Ægir Halldórsson hjá Haugen Gruppen sem flytur Leffe inn hingað til lands. InBev sem sér um dreifingu á bjórnum mun senda sýni til landsins á næstunni og ætti þá að koma í ljós hvort pakkningarnar samræmist ekki reglum ÁTVR en upplýsingar á flöskunum þurfa að vera á ensku og framfylgja ákveðnum skilyrðum.

Halldór segir að í framhaldinu verði skoðað hvort fleiri Leffe tegundir verði fluttar inn en þær tvær sem hingað til hafa verið á boðstólum. Alls eru framleiddar 8 tegundir af Leffe en sumar eru þó ekki til útflutnings.