Mesta hækkunin á jólabjór er á á íslenska Víking jólabjórnum eða rúm 49%. Þá er minnsta hækkunin á jólabjór á hinum danska Royal Xmas jólabjór eða 23%.

Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna en í desember fyrir ári birtu Neytendasamtökin verð á jólabjór í 33 cl. umbúðum hjá ÁTVR.

„Það er fróðlegt að skoða verðbreytingar á þessu tólf mánaða tímabili, enda hafa nokkrar ákvarðanir verið teknar síðustu vikur sem hafa áhrif á verðið. Bæði hækkanir á áfengisgjaldi, álagningu og verðhækkanir hjá birgjum ásamt skilagjaldi umbúða hafa haft áhrif á verðþróun,“ segir á vef Neytendasamtakanna.

Sjá nánar á vef Neytendasamtakanna . Þar má sjá töflu um verðbreytingar á jólabjór.