Þó sala á svokölluðum jólabjór hefjist ekki fyrr en um miðjan nóvember í Vínbúðum ríkisins er nú fáanleg í fríhöfninni 10 mismunandi tegundir af jólaöli sem farþegar geta kippt með sér inn í landið. Af þessum tíu tegundum voru átta þeirra einnig á boðstólum í fyrra og er verðið á þeim öllum óbreytt milli ára að því er Túristi greinir frá.

Virðist verðmunurinn almennt vera um þriðjungur á útsöluverðinu í Fríhöfninni annars vegar og hins vegar Vínbúða ÁTVR á jólabjór, þó vöruúrvalið sé mun meira í síðari verslununum. Í kjölfar breytinga á reglum sem tóku gildi þarsíðasta sumar mega farþegar nú taka með sér 18 lítra af bjór inn til landsins.

Virðist Egils Malt jólabjórinn vera ódýrasti bjórinn, en kippan af honum kostar 1.299 krónur en Giljagaur sem áður var dýrastur hefur vikið sæti frá Einstök Winter sem kostar 3.399 krónur í Fríhöfninni.