„Það er mat stjórnar Rannsóknarsetur verslunarinnar að val dómnefndar á „Jólagjöf ársins“ hafi ekki verið í takt við erfiða stöðu fjölmargra heimila og alls ekki í samræmi við áætluð meðalútgjöld til jólagjafa.“

Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Rannsóknarseturs verslunarinnar og birt er á vef rannsóknarsetursins. Á stjórnarfundir rannsóknarsetursins fyrir helgi kom fram hörð gagnrýni á val dómnefndar á því sem kallað hefur verið „Jólagjöfin í ár“ en stjórnin var á vegum rannsóknarsetursins.

Spjaldtölva var jólagjöfin í ár að mati utanaðkomandi dómnefndar.

Stjórn rannsóknarsetursins segir í ályktun sinni að hér eftir verði því beint til þeirra sem um svona mál fjalla í framtíðinni að vera meira í tengslum við þá staðreynd að flestar jólagjafir kosta brot af því sem fullkomin spjaldtölva kostar í dag.

Jóla iPad
Jóla iPad
© Aðsend mynd (AÐSEND)