Hagfræðistofnun verslunarinnar í Svíþjóð (HUI) spáir því að jólagjöfin í ár þar í landi verði sjónvarp með flötum skjá ? fjölskyldurnar muni sameinast um stóran pakka að þessu sinni. Ástæðan er sú að fjárhagur heimilanna er betri en undangengin ár og raftækjaverslanir bjóði flatskjáasjónvörp á betra verði en nokkru sinni fyrr. HUI spáir á hverju ári fyrir um hver jólagjöf ársins verði. Forsendurnar sem spárnar byggja á er að varan sé vinsæl meðal neytenda, að varan seljist vel og að hún falli vel að tíðarandanum. Á síðasta ári var ?jólagjöfin í ár" kuldahúfa og árið þar áður matreiðslubók.

SVÞ gerðu tilraun til að gera sambærilega spá fyrir nokkrum árum og leituðu til fjölmargra stjórnenda í verslun sem hafa tilfinningu fyrir tískusveiflum í gjafavöru. Niðurstaðan var öll á eina leið: ?Jólagjöfin í ár, eins og öll önnur jól, er bók." Hver segir svo að Íslendingar geti ekki lengur kallað sig bókaþjóð? Þetta kemur fram í frétt frá SVÞ.