*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 3. nóvember 2013 19:45

Jólahlaðborð fyrir alla

Fólk hefur misjafnan smekk, líka á jólunum, en framboð á jólahlaðborðum er slíkt að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Ritstjórn

Nú þegar styttast fer í jólin er ekki seinna vænna fyrir formenn skemmtinefnda fyrirtækja og félaga, nú eða fyrir fólk sem einfaldlega hefur gaman af jólahlaðborðum, að skoða hvað er í boði. Hlaðborð eru nú mun fjölbreyttari en þau voru fyrir nokkrum árum, bæði varðandi matinn sem á borð er borinn og einnig hvað varðar stemninguna á staðnum. Því ætti að vera sæmilega auðvelt fyrir jafnvel vandlátasta fólk að finna sér eitthvað við hæfi.

Hressa fólkið leggur meira upp úr umgjörðinni og skemmtanagildinu en aðrir, þótt vissulega verði hangikjötið og hamborgarhryggurinn að vera á sínum stað. Á Grand Hótel verður hægt að hlusta á Guðrúnu Gunnarsdóttur, Jón Ólafsson og Bjarna Arason og í Perlunni munu stíga á svið Grétar Örvarsson,

Sigga Beinteinsdóttir, Þórir Baldursson og Sveinn Óli Jónsson. Í Súlnasal Hótel Sögu verður grín og glens með Erni Árnasyni við undirleik Jónasar Þóris og svo mun Siggi Hlö sjá fólki fyrir danstónlist. Í hádeginu munu Íþróttaálfurinn og Solla stirða skemmta börnum.

Fyrir utan höfuðborgina má svo benda á 1862 Nordic Bistro á Akureyri,en þar leikur Tríó Hjörleifs Jónssonar fyrir gesti.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: Jólahlaðborð