Helstu hlutabréfavísitölur á meginlandi Evrópu ruku upp í dag eftir að greint var frá gjaldmiðlaskiptasamningum nokkurra stærstu seðlabanka í heimi sem ætlað er að slá á lausafjárþurrð hjá evrópskum bönkum og fjármálastofnunum.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkaði um 3,16%, DAX-vísitalan í Þýskalandi rauk upp um 4,98% og CAC 40-vísitalan í Frakklandi stökk upp um 4,22%

Svipaðar tölur var að sjá á Norðurlöndunum. Þar hækkaði C 20-hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kauphöllinni minnst, eða um 3,26%. Mesta hækkunin sást í Stokkhólmi en þar rauk hlutabréfavísitalan upp um 5,14%

Svipaðar tölur má sjá nú á bandarískum hlutabréfamörkuðum.

Hlutabréfavísitölur hér og í Rússlandi skera sig nokkuð úr á evrópskum mörkuðum í dag. Micex-hlutabréfavísitalan í Rússlandi lækkaði um 0,79% og Úrvalsvísitalan fór niður um 0,23%.