PopUp Verzlun mun standa að árlegum jólamarkaði hönnuða og listamanna í porti Hafnarhússins laugardaginn 10. desember. Markaðurinn hefur verið haldinn frá árinu 2009 og í fyrra heimsóttu hann 4000 manns og búast aðstandendur hans við svipuðum fjölda gesta í ár.

„Í ár munu 42 listamenn og hönnuðir koma til með selja vörur sínar á markaðnum og hafa þeir aldrei verið fleiri en auk þess munu kórar gefa tóninn fyrir jólin með fallegum söng á svölum Portsins og Frú Lauga Matstofa bjóða upp á kræsingar,“ segir Þórey Björk Halldórsdóttir, stofnandi og skipuleggjandi PopUp Verzlun.

150 umsóknir um rúmlega 40 pláss

Sögu markaðsins má rekja aftur til ársins 2009 þegar Þórey Björk og þrír aðrir fatahönnuðir  stofnuðu PopUp Verzlun. „Þetta byrjaði sem lítill markaður með okkur fjórum. Við vorum allar nýútskrifaðar og okkur vantaði vettvang fyrir hönnunina okkar þar sem við gátum komið okkur á framfæri. Þetta var ekki neitt þannig, bara lítill sumarmarkaður á kaffihúsi  Hemma og Valda, þar sem aðallega vinir og fjölskylda kíktu í heimsókn. Síðan gerðum við þetta aftur og fengum þá fleiri til liðs við okkur. Þetta var mjög sjálfbært verkefni þar sem allir lögðu í púkkið. Með árunum stækkuðu viðburðirnir svo ört á sama tíma og eftirspurnin frá hönnuðum/þátttakendum jókst mikið. Við byrjuðum síðan að standa fyrir töluvert stærri mörkuðum fyrir svona sex árum síðan og byrjuðum þá í Hugmyndahúsi háskólana en færðum okkur síðan yfir í Hörpuna og erum núna í Hafnarhúsinu,“ segir Þórey

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Heildarkostnaður tíu stærstu lífeyrissjóðanna og kostnaður þeirra vegna þóknana.
  • Forstjóri Samherja kærir starfsmenn Seðlabankans.
  • Úrskurður Póst- og fjarskiptastofnunar var Símanum í óhag.
  • Sérbýli skortir á markað.
  • Fjallað um markað með fyrirtækjaskuldabréf á Íslandi.
  • Möguleikar Íslands í fullvinnslu á áli.
  • Bylting í notendaupplifun.
  • Netverslun og uppgangur hennar á Íslandi.
  • Rýnt er í árshlutareikninga bankanna.
  • Viðtal við Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumann ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.
  • Verðmætustu vörumerkin í bílabransanum.
  • Ný bók með grænmetisfæði.
  • Rætt við Ásdísi Gíslason, sem nýlega tók við sem kynningarstjóri HS Orku.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem skrifar um borgarpólitíkina.
  • Óðinn skrifar um andlát Fidel Castro.