Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður jókst sala stórverslanakeðjunnar House of Fraser um 4,5% í nýliðinni jólavertíð miðað við sama tíma í fyrra að því er kemur fram í frétt frá félaginu.

Hér er um að ræða síðustu fimm vikurnar fyrir jól.

Í tilkynningunni kemur fram að hagnaður hafi aukist en markaðsstarf hafi verið aukið til að bregðast við erfiðari markaðsaðstæðum. Um leið hefur félagið unnið að því að minnka birgðastöðu sína með góðum árangri segir í tilkynningu félagsins.