Að sögn Jóns Björnssonar, forstjóra Magasin du Nord, var jólasala félagsins betri en árið 2008 og janúartölur eru einnig góðar.

„Þótt haustmánuðir 2009 hafi verið nokkuð misjafnir erum við þegar á heildina er litið að sjá betri hluti en haustið 2008 og vorið 2009,“ sagði Jón í samtali við Viðskiptablaðið.

Magasin du Nord er nú 100% dótturfélag Debenhams PLC sem er skráð á hlutabréfamarkað en þeir gefa ekki upp sölutölur á einstök dótturfélag. Debenham eignaðist sex verslanir í Danmörku 12. nóvember sl. með kaupum á A/S Th Wessell & Vett.

Að sögn Jóns er verið að ljúka áætlun fyrir næsta ár (þeirra fjárhagsár hefst í mars) þar sem gert er ráð fyrir nánari samvinnu milli Magasin du Nord og Debenhams í framleiðslu eigin merkja og annara innkaupa og taldi Jón að það ætti að gefa góða möguleika á aukinni sölu.