Jólasala tók kipp síðustu helgina fyrir jól í Evrópu samkvæmt evrópskum fjölmiðlum. Helgina fyrir aðfangadag virðist sem sölutölur hafi aukist en líkt og í Bandaríkjunum hefur jólasala farið hægt af stað. Þó virðist sem sala í desember virðist vera svipuð og í fyrra en þá þótti salan mjög góð. Þetta kom fram í hálffimm fréttum Kaupþings í gærdag.

Í fréttum Kaupþings kemur fram að brúnin hafi lyfst á verslunarmönnum í Bretlandi um síðustu helgi þar sem mælingar á fjölda búðargesta mældist 6,8% meiri á laugardeginum samanborið við sama dag á síðasta ári. Á Þorláksmessu mældist fjöldi búðargesta um 20% meiri en á sama degi í fyrra.

Að einhverju leyti má skýra þá aukningu með því að breskir kaupmenn brugðu á það ráð að þjófstarta útsölum til þess að laða til sín viðskiptavini og sumar verslanakeðjur höfðu reyndar hafið útsölur um miðjan desember.