Jólaverslun í nóvember hófst með miklum krafti, en mikil aukning hefur verið í veltutölum verslana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Stóru raftækin vinsæl

Sala á stórum raf- og heimilistækjum jókst um fjórðung frá sama mánuði í fyrra og aukning í sölu minni raftækja, eins og sjónvörpum, jókst um 15%.

Óvenjulegt telst þó að samdráttur hefur orðið í sölu snjallsíma. Í nóvember var salan því 3,9% minni en í sama mánuði í fyrra. Líklega er þó frekar um mánaðarsveiflur að ræða, frekar en að markaðurinn sé mettaður.

Fataverslun tekur kipp

Húsgangaverslun var einnig blómleg í mánuðinum, eins og verið hefur það sem af er árinu. Sala á húsgögnum var þá 17,3% meiri í nóvember á þessu ári en í nóvember í fyrra.

Sala á fötum var 12,7% meiri í nóvember í fyrra og sala á skóm jókst um 16% á sama tólf mánaða tímabili. Líklega gætir áhrifa sérstakra útsöludaga á borð við "Black Friday" og miðnæturopnunum í Kringlunni og Smáralind.