Jólaverslun í Bandaríkjunum fór vel af stað á föstudaginn og talið að Bandaríkjamenn hafi verslað fyrir rúma 10 milljarða dali sem er ríflega 8% aukning frá sama degi í fyrra. Litið er á föstudaginn eftir þakkargjörðarhátíðina, sem kallaður er Black Friday, sem upphafa jólaverslunar í Bandaríkjunum og dagurinn því mjög mikilvægur fyrir verslunareigendur.

Að mati ShopperTrak RCT munu jólaverslun í Bandaríkjunum aukast um 3,6% frá því í fyrra en hún jókst um 4,8% milli áranna þar áður. Að sögn fréttavefs Bloomberg hafa verslanir brugðist við samdrættinum með því að bjóða aukinn afslátt meðal annars á sjónvörpum með flatskjá og demantshálsfestum.