Forsvarsmenn Smáralindar eru bjartsýnir á komandi jólavertíð. Henning Freyr Henningsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir að jólaverslunin hafi í raun hafist undir lok október. "Það eru heldur engar blikur á lofti varðandi rekstur Smáralindar og hann gengur fínt. Aðsóknin hefur eitthvað minnkaða á árinu, en hún er að koma til baka núna. Jólaverslunin verður greinilega mun betri en verið hefur undanfarin ár." Sjá nánar í Jólagjafahandbók sem fylgir Viðskiptablaðinu í dag.