Klukkan 11:00 í dag hófst jómfrúarflug flugfélagsins Play og er förinni heitið til Stansted-flugvallar í London.

Í tilefni áfangans var borðaklipping við hliðið í Leifsstöð og klipptu Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia, á borðann.

Flugvélin sem Play notar í fluginu er af gerðinni Airbus A321neo og áætluð lending er klukkan 15:10 að staðartíma, eða 14:10 á íslenskum tíma.

Hlutafjárútboð flugfélagsins hófst jafnframt klukkan 10:00 í dag og mun standa til klukkan 16:00 á morgun, föstudaginn 25. júní.