Þeir þrjátíu einstaklingar sem mestan skatt greiddu fyrir síðasta ár greiddu samtals 3.844.023.679 krónur í skatt. Nokkrir einstaklingar skera sig þó frá þessum hópi hátekjufólks. Jón Árni Ágústsson, sem átti 13,3% hlut í lyfjafyrirtækinu Invent Farma á Spáni. Seldi hann, eins og margir aðrir hluthafar í fyrirtækinu, sinn hlut í fyrra. Jón Árni greiðir alls 411.842.058 í skatta.

Guðbjörg M. Matthíasdóttir útgerðarkona greiðir næsthæstan skatt, eða 389.163.843 krónur og Ingibjörg Björnsdóttir greiðir 238.833.509 krónur samtals í gjöld. Fast á hæla hennar kemur Kristín Vilhjálmsdóttir með 237.916.060 krónur í samtals gjöld.

Í tilkynningu frá Ríkisskattstjóra kemur fram að á skattgrunnskrá 2014 voru 268.452 framteljendur. Er það fjölgun um 4.260 frá fyrra ári. Að þessu sinni voru það 12.478 einstaklingar sem ekki skiluðu framtali og sættu því áætlun opinberra gjalda eða 4,65% af heildarfjölda. Eru það nokkru færri aðilar en undanfarin ár.

Framtöl til vinnslu voru 256.119. Þar af voru pappírsframtöl 1060 eða 0,41%. Við álagningu 2013 voru pappírsframtölin 4.810. Fjöldi pappírsframtala eru þannig orðinn nánast hverfandi og rafræn skattframtöl eru orðin 99,59% af þeim framtölum sem skilað er.

Þrjátíu hæstu gjaldendur árið 2014

  • Nafn Heimili Samtals gjöld
  • Jón A Ágústsson         Reykjavík 411.842.058
  • Guðbjörg M Matthíasdóttir Vestm.eyjum 389.163.843
  • Ingibjörg Björnsdóttir Reykjavík 238.833.509
  • Kristín Vilhjálmsdóttir         Reykjavík 237.916.060
  • Þorsteinn Már Baldvinsson Akureyri         211.152.221
  • Kristján V Vilhelmsson Akureyri         189.902.544
  • Helga S Guðmundsdóttir Reykjavík 185.711.288
  • Ingimundur Sveinsson Reykjavík 172.706.840
  • Guðmundur Kristjánsson Reykjavík 163.095.083
  • Sigurður Örn Eiríksson Garðabæ 103.507.662
  • Kolbrún Ingólfsdóttir Akureyri         98.824.957
  • Stefán Hrafnkelsson Reykjavík 86.983.556
  • Kári Stefánsson         Reykjavík 85.578.319
  • Arnór Víkingsson         Kópavogi 84.421.624
  • Chung Tung Augustine Kong Reykjavík 77.307.871
  • Hákon Guðbjartsson Reykjavík 77.124.324
  • Skúli Mogensen Bretlandi         76.597.722
  • Ingólfur Árnason         Akranesi         75.947.861
  • Daníel Fannar Guðbjartsson Reykjavík 75.806.022
  • Halldóra Ásgeirsdóttir Reykjavík 75.280.889
  • Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir Garðabæ 75.007.069
  • Jóhann Hjartarson         Reykjavík 74.703.057
  • Magnús Árnason Kópavogi 74.226.345
  • Sigurbergur Sveinsson Hafnarfirði 73.526.365
  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Hafnarfirði 72.727.448
  • Unnur Þorsteinsdóttir Kópavogi 71.983.504
  • Guðný María Guðmundsdóttir Kópavogi 71.938.403
  • Jóhann Tómas Sigurðsson Reykjavík 71.707.761
  • Finnur Reyr Stefánsson Garðabæ 70.971.797
  • Gísli Másson         Reykjavík 69.527.677