Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar sér stóra hluti í viðskiptum þegar dómsmál á hendur honum verða að baki. Jón Ásgeir segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna ekki að ætla sér jafn stóra hluti og Baugur Group stóð í í Bretlandi og á Norðurlöndunum heldur stofna lítið veldi sem hann geti ekki misst sjónar á.

Jón Ásgeir bendir á að hann sé 44 ára, eigi mikið inni og horfi helst til Bretlands og Bandaríkjanna. Hann segist ekki hafa áhuga á að hefja rekstur hér á ný.

Í greininni er rifjað upp að slitastjórn Glitnis og fleiri hafi höfðað nokkur mál á hendur Jóni Ásgeiri. Hann vísar máli slitastjórnar á bug og segir þau byggð á lofti.

Þá segir Jón Ásgeir að helstu mistök hans á árunum fyrir hrun hafi falist í því að hætta ekki láta ekki staðar numið eftir kaupin á Big Food Group árið 2004.

„Ég ég hefði gert það þá væri ég áreiðanlega einn af ríkustu einstaklingum í Evrópu,“ segir Jón Ásgeir. Með uppstokkun á rekstri Big Food Group batnaði afkoma breska matvörukeðjan Iceland Foods verulega og varð að svokallaðri gullkýr sem skilaði eigendum sínum miklum arði. Þrotabú Landsbankans og Glitnis eignuðust rekstur verslunarinnar að stærstum hluta eftir hrun og var hún seld í síðustu viku.