Settur ríkislögreglustjóri hefur gefið út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur (systur Jóns Ásgeirs) og Tryggva Jónssyni auk þess sem höfðað hefur verið mál gegn Baugi Group og Gaumi.

Í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld kemur fram að ákæra ríkislögreglustjóra á hendur Jóni Ásgeiri vegna eigin skattskila hans er í fjölmörgum liðum.

Hann er ákærður fyrir meiri háttar brot á skattalögum, með því að skila röngum skattaskýrslum á árunum 1999-2003, og með því hafa komist hjá að greiða tæpar 30 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt.

Sjá nánar frétt RÚV.