Jón Ásgeir Jóhannesson þarf að greiða slitastjórn Glitnis um 450 þúsund bresk pund, jafnvirði um 80 til 90 milljóna íslenskra króna vegna kostnaðar slitastjórnar af kyrrsetningu eigna hans í Bretlandi.

Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu sem féll í nóvember í fyrra.

Jón Ásgeir greiddi 150 þúsund pund, um 30 milljónir króna, vegna málsins í hitteðfyrra og taldi það fullnaðargreiðslu. Á það féllst slitastjórn Glitnis ekki en heildarkrafan hljóðaði upp á 600 þúsund pund og vantaði 450 þúsund upp á.

Í dómi héraðsdóms var fallist á kröfu slitastjórnar í málinu.