Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og menntamálaráðherra, var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag til þess að greiða Jóni Ásgeir Jóhannessyni samtals 400 þúsund krónur í miskabætur m.a. vegna rangra og ærumeiðandi fullyrðinga í bók hans, Rosabaugur, sem fjallar um Baugsmálið. Við upphæðina bætast dráttarvexti og hálf miljón í málskostnað.

Í dómsorði segir m.a. að bókin Rosabaugur hafi það yfirbragð að þar sé sagt frá staðreyndum, atvikum sem hafi gerst. Í ljósi þessa verð að meta allar villur í frásögninni. Stefndi geti ekki réttlætt rangar fullyrðingar með því að bókin sé byggð á því sjónarmiði að hann hafi með bókinni verið að svara árásum á sig.

Á meðal þess fram kemur í bók Björns og dómurinn tekur á er að Jón Ásgeir hafi verið ákærður fyrir aðra liði en talið er fram í bókinni, að hann hafi verið sakfelldur fyrir fjárdrátt. Ummælin í bókinni voru dæmd ómerk en önnur atriði sem talin eru til hefur Björn leiðrétt.

Dómur Héraðsdóms

Jón Ásgeir Jóhannesson og Gestur Jónsson við skattadóm í október 2011
Jón Ásgeir Jóhannesson og Gestur Jónsson við skattadóm í október 2011
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Jón Ásgeir ásamt lögmanni sínum, Gesti Jónssyni.