Jón Ásgeir Jóhannesson hefur keypt fjórðungshlut í Muddy Boots Real Foods fyrir nokkur hundruð milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Telegraph. Þar kemur fram að þetta sé fyrsta fjárfesting Jóns Ásgeirs frá þroti Baugs árið 2009. Jón Ásgeir á að hafa fjárfest í fyrirtækinu ásamt Gunnari Sigurðssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Baugs í gegnum JMS Partners.

Jón Ásgeir sagði í samtali við norræna fréttamenn sem fylgdust með Aurum málinu að hann ætlaði að klára það mál áður en hann léti að sér kveða í viðskipalífinu á nýjan leik. Aurum-málið var þingfest á mánudaginn.

Muddy Boots selur hamborgara í verslanir og er í eigu Miröndu og Roland Ballards.

Viðbót: Jón Ásgeir Jóhannesson segir í viðtali við Vísi að fjárfestingin nemi innan við 20 milljónum og að það sé fjármagn frá Ingibjörgu Pálmadóttur, eiginkonu hans.