Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gagnrýnir stjórnendur Woolworths í samtali við breska blaðið Financial Times.

Jón Ásgeir segir stjórnendur félagsins þurfa að taka á vandamálum félagsins og ef þeir geri ekki verulegar breytingar á rekstrinum sé líklegt að vandræðin verði mikil.

Hann telur það einnig mistök að eyða peningum í að gera upp verslanir á meðan sala félagsins dregst saman, en töluvert tap var af smásöluverslun Woolworths í fyrra.

Baugur er stærsti hluthafinn í Wooworths, með 10% hlut í gegnum fjárfestingafélagið Unity Investments. Fyrirtækið hefur margoft verið orðað við hugsanlega yfirtöku á Woolworths.