Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs, segir að salan á lúxusraðhús  við Galionsvej við Holmen komi til með að skila Gaumi sölutapi. Íbúðin hafi verið keypt af Baugi á sínum tíma á 14 milljónir danskra króna en hafi verið seld núna á ríflega 11 milljónir danskra króna eða 275 milljónir króna. Upplýsingar um söluna sem birtust í dönskum blöðum hafi því verið rangar en þar var sagt frá því að ásett verð hefði verið 15 milljónir króna.

Að sögn Jóns var íbúðin í eigu dótturfélags Gaums.  Eins og kom fram Í frétt á vef Berlinske Tidene var keypti Baugur húsið á sínum tíma á 11 milljónir  en það var árið 2005. Dótturfélag Gaums keypti síðan húsið á síðasta ári af Baugi eins og Jón Ásgeir upplýsti í samtali við Viðskiptablaðið. Húsið seldist síðan í síðustu viku eftir að hafa verið í sölu frá því í febrúar síðastliðnum.

,,Við erum á því að það sem var greitt fyrir íbúðina til Baugs hafi verið hærra verð en það sem hún var seld á.  Ég skil þá ekki hvað men ætli að sækja á,” sagði Jón Ásgeir þegar hann var spurður um hvort til riftunar gæti komið. Að sögn Jóns Ásgeirs var greitt fyrir söluna með ,,alvöru peningum.”

Um sölu Royal Bank of Scotland á tveimur íbúðum í eigu Baugs sagði Jón Ásgeir ekkert vilja segja, það væri alfarið mál Baugs eða réttara sagt þrotabús Baugs.