Umsvif breska hlutafélagsins JMS Partners, sem er að tveimur þriðja í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Gunnars Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs Group, jukust umtalsvert árið 2011, en heildareignir þess námu 2,27 milljónum punda í árslok og höfðu tífaldast á árinu.

Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá fyrirtækjaskrá Bretlands og fjallað er um í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Félagið var upphaflega stofnað árið 2009 til að selja ráðgjöf til PwC vegna vinnu fyrirtækisins við að halda utan um eignarhluti þrotabús gamla Landsbankans í breskum félögum sem áður voru í eigu Baugs.