Jón Ásgeir Jóhannesson segir í samtali við breska blaðið The Daily Telegraph að íslenskir eftirlitsaðilar séu í veiðiferð og hafa ekki fundið neitt nytsamlegt við rannsóknir sínar. Hann segir að þeir hafi verið að eltast við sig í mörg ár. Sjálfur hafi hann ekki hugmynd um að hverju sé leitað.

Jón Ásgeir tjáir sig við Telegraph vegna húsleitanna sem sérstakur saksóknari gerði í gær.

Hann segir að ef einhver væri að reyna að fela eitthvað þá væri sá líklegast búinn að því nú tveimur árum eftir fall bankanna. Hann telur þó að enginn þurfi að fela neitt.

Frétt Telegraph .