Ráðning Mikaels Torfasonar sem ritstjóra Fréttablaðsins við hlið Ólafs Stephensen er leið Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við að refsa

Í forsíðufrétt DV í dag segir að Jón Ásgeir hafi verið ósáttur við pistil Magnúsar Halldórssonar á Vísi.is frá 21. febrúar síðastliðnum þar sem hann gagnrýndi Jón fyrir afskipti af ritstjórnum 365 miðla undir yfirskriftinni Litli karlinn. Ólafur tók undir með Magnúsi í útvarpsviðtali að hann kannaðist við það að Jón Ásgeir hafi verið mjög ósáttur við fréttaflutning af sjálfum sér í Fréttablaðinu og reynt að hafa áhrif á framsetningu frétta blaðsins af málum honum tengdum.

Blaðið rifjar upp að eftir að Ólafur Stephensen hafði látið þessi ummæli falla fullyrti Jón Ásgeir beinlínis að ritstjórinn hefði skrifað pistilinn um sig með Magnúsi Halldórssyni. Hann neitaði því að hann hefði haft afskipti af ritstjórnum miðla 365, þ.e. Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þá sagði hann skrif þeirra Magnúsar og Ólafs dæma sig sjálf og gerð til að eyðileggja fyrir fyrirtækinu og starfsmönnum þess.

DV segir:

„Fáir hefðu getað áttað sig á því fyrir tveimur vikum hversu fljótir stjórnendur 365 yrðu að refsa Ólafi Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins, fyrir að gagnrýna eiganda fjölmiðlafyrirtækisins, Jón Ásgeir Jóhannesson, opinberlega. Ljóst var að Ólafi yrði refsað einhvern tímann en ekki var búist við því svo skjótt [...]. Nú bíða menn eingöngu eftir því að tilkynnt verði um starfslok Ólafs á Fréttablaðinu með tíð og tíma.“