*

mánudagur, 26. ágúst 2019
Innlent 13. mars 2008 16:28

Jón Ásgeir: Ísland brátt hluti af ESB

Ritstjórn

Ísland verður bráðlega orðinn hluti af Evrópusambandinu, sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs í ræðu sinni á fundi Íslensk-Ameríska verslunarráðsins í New York fyrir stundu.

Jón Ásgeir sagði að trúverðugleiki Íslands myndi aukast við það að Ísland yrði hluti af stærri heild en nú er.

Þá fór Jón Ásgeir stuttlega yfir sögu Baugs og lýsti því hvernig umsvif fyrirtækisins hafa aukist á undanförnum árum.