Tilkynnt var um viðskipti fruminnherja með hlutabréf í Skeljungi í Kauphöll í dag. Um var að ræða kaup 365 á 7 milljónum hluta á verðinu 7,765 sem samsvarar tæpum 55 miljónum króna.

Tilkynningin var send út þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, er varaformaður stjórnar Skeljungs. Félagið sem keypti hlutinn er samkvæmt tilkynningunni í endanlegri eigu eiginkonu hans, Ingibjargar S. Pálmadóttur. Hún í gegnum 365 og önnur félög fer nú með 11% útgefinna hluta í Skeljungi.

Ingibjörg festi fyrst kaup á umtalsverðum hlut í Skeljungi á síðasta ári. Jón Ásgeir var kosinn í stjórn Skeljungs á síðasta aðalfundi félagsins í maí.