Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, kveðst hafa upplýsingar um að Davíð Oddsson hafi sett það skilyrði fyrir starfslokum í Seðlabankanum að Baugur færi fyrst í þrot.

Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

„Það hringdi í mig maður í gærkvöldi úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins og sagði að það hefði verið skýlaus krafa hjá Davíð Oddssyni að Baugur færi á undan honum," sagði Jón Ásgeir í samtali við RÚV.

Hann sagði jafnframt að ákvörðun Landsbankans um að slíta viðræðum um endurskipulagningu og björgun fyrirtækisins hafi komið sér á óvart. Baugur hafi lagt fram áætlun um að greiða allar skuldir.

Þá sagði hann aðgerð Landsbankans vara fjandsamlega og 50 þúsund störf í Bretlandi hafi verið sett í uppnám.

Sjá nánar á vef RÚV þar sem einnig má hlusta á viðtalið.