Hagar keyptu í 365 miðlum eftir bankahrun 2008 fyrir 810 milljónir króna. Kaupin voru fjármögnuð með handbæru fé frá rekstri Haga. Í skráningarlýsingu Haga kemur fram að helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleigandi Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi og við kaupin.

Eftirstöðvarnar voru seldar á næsta rekstrarári Haga til 365 miðla, sem Jón Ásgeir stjórnaði leynt og ljóst, fyrir andvirði undir 100 milljónum króna. Samkvæmt því var beint fjárhagslegt tap Haga vegna þessara viðskipta um 300 milljónir króna.

Á vísi.is er rifjað upp að viðskipti þessi tengjast því þegar hópur fjárfesta undir stjórn Jóns Ásgeirs keypti allt hlutafé í 365 miðlum í nafni Rauðsólar. Sagt var frá því að Jón Ásgeir hefði greitt 1,5 milljarða króna inn í 365 og yfirtekið skuldir uppá 4,4 milljarða króna. Hagar voru þannig notaðir til að fjármagna kaup Jóns Ásgeirs á 365.

365 fundur (aðalfundur)
365 fundur (aðalfundur)
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)