Næstu tvær vikurnar mun breska blaðið Telegraph fjalla um 1.000 áhrifamestu einstaklingana í bresku viðskiptalífi úr ólíkum geirum.

Telegraph mun skipta umfjöllun sinni niður í 10 flokka og inniheldur hver flokkur 100 manns.

Á lista yfir matar- og smáverslun er Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs númer 32 yfir áhrifamestu viðskiptamenn þar en enginn annar Íslendingur er á listanum.

Áhrifamesti einstaklingurinn er að mati blaðsins Terry Leahy, forstjóri Tesco en eftir honum koma Stuart Rose, forstjóri og starfandi stjórnarformaður Marks & Spencer og Philip Green eigandi BHS og Arcadia Group.

Á vef Telegraph er í dag fjallað um 20 áhrifamestu einstaklingana í smásöluverslun.