Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding munu mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur á morgun. Þá er samkvæmt dagskrá dómstólsins ráðgert að fram fari aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn þeim tveimur, Bjarna Jóhannessyni og Magnúsi Arnari Arngrímssyni í svokölluðu Aurum Holding-máli.

Þeir eru ákærðir fyrir að hafa veitt eignarhaldsfélaginu FS38 ehf. sex milljarða króna lán til að kaupa hlutabréf Fons í Aurum Holding á yfirverði í  byrjun júlí 2008. Að hluta til runnu peningarnir til Jóns Ásgeirs og Pálma Haraldssonar og voru nýttir í þeirra þágu.