*

föstudagur, 4. desember 2020
Innlent 6. mars 2020 10:13

Jón Ásgeir orðinn stjórnarformaður

Skeljungur gerir breytingar á starfskjarastefnu sinni, en Jón Ásgeir Jóhannesson var kjörinn stjórnarformaður á aðalfundi.

Ritstjórn
Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórnarformaur Skeljungs.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson var kjörinn stjórnarformaður Skeljungs á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær.
Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í byrjun vikunnar voru sjö einstaklingar í framboði til stjórnar, en Jón Ásgeir kom inn í stjórnina fyrir ári síðan og hefur verið varaforseti stjórnar.

Jón Ásgeir, ásamt Dagnýu Halldórsdóttur og Elínu Jónsdóttur sitja jafnframt í starfskjaranefnd, og loks kaus stjórnin Þórarinn Arnar Sævarsson í tilnefningarnefnd af sinni hálfu. Hluthafafundurinn samþykkti jafnframt nýja starfskjarastefnu með breyttu og einfölduðu kaupaukakerfi, en hámark kaupauka er þrenn mánaðarlaun, sem samsvari 25% viðbót við árslaun starfsmanns.

Á móti var felld út heimild til að greiða kaupauka vegna starfsloka starfsmanna sem hafa unnið í 20 til 40 ár hjá félaginu en forstjóri fær á móti heimild til að greiða tveggja mánaða laun við sérstakar aðstæður.

Tveir frambjóðendur, sem ekki hlutu náð tilnefninganefndar komust ekki í stjórnina, það eru þeir:

 • Már Wolfgang Mixa
 • Jón Gunnar Borgþórsson

Í stjórnina voru hins vegar kjörin þau:

 • Birna Ósk Einarsdóttir
 • Dagný Halldórsdóttir
 • Elín Jónsdóttir
 • Jón Ásgeir Jóhannesson
 • Þórarinn Arnar Sævarsson

Samþykkt var tillaga um óbreytt kjör stjórnarmanna, undirnefnda og endurskoðenda, og eru þau sem hér segir:

 • a. Stjórnarformaður: 650.000 kr. mánaðarleg greiðsla
 • b. Varaformaður stjórnar: 450.000 kr. mánaðarleg greiðsla
 • c. Meðstjórnendur: 320.000 kr. mánaðarleg greiðsla
 • d. Formaður endurskoðunarnefndar: 100.000 kr. mánaðarleg greiðsla
 • e. Nefndarmaður endurskoðunarnefndar: 60.000 kr. mánaðarleg greiðsla
 • f. Formaður starfskjaranefndar: 60.000 kr. mánaðarleg greiðsla
 • g. Nefndarmaður starfskjaranefndar: 30.000 kr. mánaðarleg greiðsla
 • h. Formaður tilnefningarnefndar: 20.000 kr./klst. í verktöku
 • i. Utanaðkomandi nefndarmaður tilnefningarnefndar: 20.000 kr./klst. í verktöku
 • j. Stjórnarmaður í tilnefningarnefnd: 60.000 kr. eingreiðsla
 • k. Endurskoðandi: samkvæmt reikningum