Jón Ásgeir Jóhannesson fæddist 1968 og var því aðeins 20 ára þegar hann stofnaði Bónus í Reykjavík ásamt föður sínum, Jóhannesi Jónssyni. Móðir hans, Ása Ásgeirsdóttir skrifstofumaður, hefur einnig unnið hjá Bónus frá byrjun. Í dag eru Jón Ásgeir og fjölskylda ráðandi hluthafar í Stoðum hf.

Stoðir eru eignarhaldsfélag með meigináherslu á fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum, svo sem bönkum og tryggingafélögum, fasteignum og smásölu.

Enginn vafi leikur á því að umsvif fjölskylduveldis Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eru þau mestu sem sést hafa í íslenskri viðskiptasögu. Eftir gríðarlega uppbyggingu undanfarin ár og ábatasöm viðskipti hefur hann orðið að rifa seglin og ráðast í endurskipulagningu og breytingar sem hafa haft í för með sér enduruppröðun á fyrirtækjaveldinu. Segja má að hinn íslenski þáttur starfseminnar hafi reynst honum hvað erfiðastur síðustu misseri og enn á ný hyggst hann reyna fyrir sér í landi tækifæranna eftir að hafa flutt heimili sitt til New York.

______________________________________

Í Viðskiptablaðinu á morgun er að finna sjöttu greinina í greinaflokki blaðsins um auð og völd í íslensku efnahagslífi, en að þessu sinni er fjallað um Jón Ásgeir Jóhannesson. Í greinaflokknum er fjallað um þá einstaklinga sem eru áhrifamestir í íslensku viðskiptalífi um þessi misseri og leitast við að varpa ljósi á umsvif þeirra og störf. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum frá kl. 21:00. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .